Sveitarfélagið Vogar Björgvin Óskarsson
12-12-17 0 Skoðað

Stærð Húsnæðis (m2): 120

Húsnæði: Eigið húsnæði

Rekstrartekjur /ári: Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar

Fjöldi starfsmanna: 2

Stofnár fyrirtækis: 2011


Fyrirtæki til sölu: Veitingastaðurinn Gamla Pósthúsið í Vogum, frábærlega staðsett beint á móti Hótel Vogum - Mikil tækifæri framundan. 

Staðurinn var opnaður af núverandi eigendum 2011 og er rómaður fyrir frábærar pizzur og hamborgara svo ekki sé minnst á fiskiréttina. Staðnum er einnig hælt í hástert fyrir einstaklega góða þjónustu og vinalegt viðmót. Staðurinn hefur fengið fyrirtaks umsagnir bæði á Tripadvisor og einnig á Booking.com (sjá myndir) þar sem meira að segja viðskiptavinir hótelsins hrósa honum og sérlega ánægðir með nálægðina við hótelið.

Staðurinn er með vínveitingaleyfi og tekur 30 manns í sæti. Hann er vel búinn tækjum og búnaði til steikingar og pizzugerðar.

Gamla Pósthúsið hefur takmarkaðan opnunartíma á daginn og yfir árið og er því einstakt tækifæri að  stórauka þjónustu við bæjarfélagið, en veitingastaðurinn er sá eini í Vogum. Staðurinn hefur ákaflega gott orð á sér og því auðvelt að byggja á þeim jákvæðu umsögnum sem hann hefur fengið.
 
Staðurinn gefur vel af sér fyrir núverandi eigendur og hafa rekstrartekjur aukist ár frá ári sem og arðsemi rekstursins.

Beint á móti Gamla Pósthúsinu er Hótel Vogar, sem er mótel í amerískum stíl. Verið er að stækka mótelið og það er mjög  jákvætt fyrir veitngahúsið. 
Vogar eru einnig bæjarfélag í sókn og framundan fjölgun íbúa með mikilli aukningu í byggingu íbúða í bænum auk gistiheimila. Þetta er einnig ákaflega jákvætt fyrir rekstur veitingastaðarins.

Húsnæðið sem hýsir reksturinn stendur á 1.860 fm viðskipta- og þjónustulóð og geta því verið miklir möguleikar að stækka staðinn með viðbyggingu og/eða jafnframt byggja ofaná húsið og hafa gistiherbergi. 
Gamla Pósthúsið dregur nafn sitt af sögu hússins en áður var rekið pósthús og símstöð. Húsnæðið hýsir enn símstöðina fyrir allt sveitarfélagið. 

Hafðu samband við Björgvin í s. 773 4500 eða á netfangið bjorgvin@atv.is til að fá frekari upplýsingar.

https://en.tripadvisor.com.hk/ShowUserReviews-g3350937-d6828441-r387871335-Gamla_Posthusid-Vogar_Reykjanes_Peninsula.html


  Sími: 5173500


QR code
Tilkynna