Grundarfjarðarbær Björgvin Óskarsson
28-05-19 0 Skoðað

Stærð Húsnæðis (m2): 380,7

Húsnæði: Eigið húsnæði

Fjöldi starfsmanna: 1-2

Stofnár fyrirtækis: 2015


Fyrirtækjasala ATV hefur til sölumeðferðar afar sjarmerandi gistiheimili á Grundarfirði sem samanstendur af 3 íbúðum með 13 gistirými, 1 íbúð sem er í langtíma útleigu, og bílskúr sem hefur verið breytt í þvottahús. 

Staðsetningin að Hrannarstíg 5, er með besta móti, og er stutt í t.d. verslun og aðra þjónustu fyrir gesti. 

Húsið er á tveimur hæðum, er 4 íbúðir, þar af eru 3 íbúðir með 13 gistirými og sameiginlegri eldunaraðstöðu, hentar sérlega vel fyrir "self-drive" og minni hópa. 
Fjórða íbúðin er í langtíma-útleigu. 
Bílskúr hefur verið útbúin sem þvottahús. Næg bílastæði á lóð og við húsið. 
Til sölu er rekstrarfélagið ásamt öllum eignum þess, viðskiptavild, sem og fasteignum. 
Heildarhúsið er 380,7 m2 að stærð, byggt 1965, lóð er alls 1050 m2 og eru góðar líkur á viðbyggingarrétti eða stækkunarmöguleika við núverandi hús til að þróa þjónustuna enn frekar.

Sérlega hentugur rekstur með annarri ferðaþjónustu. 

Bókunarstaða fyrir 2019 er afar góð. 

Fyrirtækið er með topp einkun á Booking.com (9,3/10,0) og Tripadvisor (4,5/5,0), og telst í hæsta lagi fyrir svæðið. Gistiheimilið er skráð á allar helstu bókunarvélar sem sýsla með gistingar.


  Sími: 7734500


QR code

Áhugaverðar Skráningar

Sjósiglingar - Sjóstangaveiði - Skoðunarferðir - Ferðaþjónusta

Fyrirtækjasala ATV hefur til sölumeðferðar ferðaþjónustufyrirtæki í sjósiglingum á góðum kjörum. Allur rekstur fyrirtækisins er til sölu, þ.m.t. bátur, skip, miðasöluskúr og bókunarsíðu. Reykjavík Sea Adventures rekur sögu sína aftur til ársins 2002, og… Reykjavík

Gullni Hringurinn - Gullið Tækifæri!!

Fyrirtækjasala ATV hefur til sölumeðferðar einstakt og frábært tækifæri í ferðaþjónustu. Besta staðsetningin!  Um er að ræða veitingarekstur, tjaldstæði og gistiaðstöðu mitt á milli Geysis og Gullfossar. Áætlað er að um 2 milljónir ferðalanga eigi leið… Bláskógabyggð

Tilkynna